Sr. Kristín Þórunn kveður Egilsstaðaprestakall

Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur hér í Egilsstaðaprestakalli, hefur verið valin nýr sóknarprestur í Skálholtsprestakalli. Hún predikar í síðasta skipti hér eystra við messuna í Egilsstaðakirkju á sunnudagskvöldið, 25. ágúst, kl. 20:00.

Sr. Kristín Þórunn hefur verið prestur í Egilsstaðaprestakalli frá 1. júní 2022 en leysti áður af hér veturinn 2020-2021. Hún var valin úr hópi fimm umsækjenda um Skálholtsprestakall og flytur á Suðurlandið nú í september. Sjá nánar hér. Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu verður auglýst mjög fljótlega eftir nýjum presti hér í Egilsstaðaprestakalli.

Kvöldmessa verður í Egilsstaðakirkju á sunnudaginn, 25. ágúst, kl. 20:00. Þar mun sr. Kristín predika og verður það hennar síðasta guðsþjónusta í Egilsstaðaprestakalli. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og sr. Þorgeir Arason þjóna fyrir altari. Organisti verður Sándor Kerekes og félagar úr Kór Egilsstaðakirkju syngja. Meðhjálpari Guðrún María Þórðardóttir.

Fermingarbörn vorsins 2025 á Héraði – og þau sem vilja kynna sér málið – eru jafnframt boðin sérstaklega velkomin til kirkju ásamt forráðamönnum og kynningarfundur verður um fermingarstarfið í vetur eftir guðsþjónustuna. Þetta verður sameiginlegt upphaf/ kynning fyrir fermingarstarf kirkjunnar í Fellabæ og á Egilsstöðum. Skráning í fermingarstarfið í prestakallinu fer fram hér.

Posted on 23/08/2024, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd