Sunnudagurinn 25. ágúst

Þrjár guðsþjónustur verða í Egilsstaðaprestakalli á sunnudaginn, 25. ágúst:

Á uppskeruhátíð Þinghánna verður fjölskyldumessa í Hjaltastaðarkirkju kl. 11:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir leiðir stundina. Um tónlistina sjá Sigríður Laufey Sigurjónsdóttir og söngfuglar.

Kirkjubæjarkirkja.

Kirkjubæjarkirkja: Messa kl. 14:00. Sr. Þorgeir Arason predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna syngur. Einsöngur Auður Jónsdóttir. Kaffisala Kvenfélags Hróarstungu í Tungubúð að messu lokinni.

Egilsstaðakirkja: Kvöldmessa kl. 20:00. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og sr. Þorgeir Arason þjóna. Sándor Kerekes organisti og félagar úr Kór Egilsstaðakirkju leiða tónlistina. Fermingarbörn næsta vors á Héraði boðin sérstaklega velkomin til kirkju. Kynningarfundur um fermingarstarfið eftir messu. Upplýsingar og skráning í fermingu 2025 – smellið hér.

Posted on 19/08/2024, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd