Bakkagerðiskirkja: Göngumessa – FRESTAÐ – NÝ DAGSETNING AUGLÝST SÍÐAR

Síðsumarmessan okkar í Bakkagerðiskirkju verður að þessu sinni göngumessa!

Við mætum í kirkjuna klukkan 20:00 á þriðjudagskvöld (20. ágúst) og byrjum samveruna með stuttri helgistund í kirkjunni. Síðan fáum við okkur hressandi göngu um þorpið og stoppum á nokkrum stöðum til að syngja og biðja fyrir byggðarlaginu. Við fáum einnig að heyra fróðleiksmola og jafnvel ljóð tengd staðháttum og eflaust munu minningar um þekkta Borgfirðinga fljóta með. Hringurinn endar í Safnaðarheimilinu með lokasálmi og kaffisopa.

Prestur er Þorgeir Arason, Sándor Kerekes og Bakkasystur leiða tónlistina og meðhjálpari er Kristjana Björnsdóttir.

Posted on 19/08/2024, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd