Messa í Klyppstaðarkirkju 21. júlí

Árleg messa í Klyppstaðarkirkju í Loðmundarfirði fer að þessu sinni fram sunnudaginn 21. júlí kl. 14:00. Þangað eru allir velkomnir.
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Bakkasystur undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar leiða safnaðarsöng. Meðhjálpari er Kristjana Björnsdóttir.
Eftir messu bjóða sjálfboðaliðar frá Borgarfirði í kirkjukaffi í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs í Loðmundarfirði.
Kirkjan á Klyppstað í Loðmundarfirði er látlaus og formfögur timburkirkja, reist árið 1895. Yfirsmiður var Jón Baldvin Jóhannesson, bóndi í Stakkahlíð. Klyppstaður fór í eyði 1962 og önnur byggð í Loðmundarfirði lagðist af upp úr 1970. Kirkjan stendur enn og hafa miklar endurbætur verið gerðar á henni. Árið 1990 var hún friðuð.
Athugið að til kirkjunnar þarf að áætla um 1,5 klst. akstur frá Borgarfirði eystra. Vegurinn er aðeins fær fjórhjóladrifnum bílum.
Posted on 14/07/2024, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0