Sjómannadagurinn, 2. júní

Áskirkja, Fellum:

Fermingarmessa kl. 11:00. Prestur Kristín Þórunn Tómasdóttir. Organisti Drífa Sigurðardóttir. Kór Áskirkju syngur. Meðhjálpari Bergsteinn Brynjólfsson.

Bakkagerðissókn:

Guðsþjónusta við höfnina á Borgarfirði eystra á sjómannadaginn kl. 11.00. Prestur Þorgeir Arason. Bakkasystur syngja sjómannadagssálma og létt gospellög undir stjórn Sándors Kerekes við hljóðfærið. Meðhjálpari Kristjana Björnsdóttir. (Ef veður reynist óhagstætt messum við í Bakkagerðiskirkju.)

Seyðisfjarðarkirkja:

Kvöldmessa kl. 20:00 á sjómannadaginn. Prestur Sigríður Rún Tryggvadóttir. Sveinbjörn Orri Jóhannsson flytur hátíðarræðu. Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur. Organisti Hlín Pétursdóttir Behrens. Meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson.

Posted on 29/05/2024, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd