Hvítasunna 2024
Hvítasunnan er ein af þremur stórhátíðum kirkjunnar. Hún er hátíð heilags anda og stofnhátíð kristinnar kirkju. Þá er þess minnst að Drottinn sendi postulunum heilagan anda, þeir hófu að tala tungum og fengu djörfung til að boða trúna á Jesú Krist. Dagskráin í Egilsstaðaprestakalli um komandi hvítasunnu er þessi:
Hvítasunnudagur, 19. maí:
Egilsstaðakirkja: Hátíðarmessa kl. 10:30 – Ferming. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju.
Áskirkja: Hátíðarmessa kl. 11:00 – Ferming. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Organisti Drífa Sigurðardóttir. Kór Áskirkju.
Seyðisfjarðarkirkja: Göngumessa kl. 11:00 í samstarfi við Gönguklúbb Seyðisfjarðar. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Hlín Pétursdóttir Behrens. Kór Seyðisfjarðarkirkju.
Dyngja, Egilsstöðum: Hátíðarguðsþjónusta kl. 17:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Félagar úr Kór Egilsstaðakirkju syngja.
Annar í hvítasunnu, 20. maí:
Vallaneskirkja: Fermingarmessa kl. 14:00. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Organisti Sándor Kerekes. Kór Vallaness og Þingmúla.
Egilsstaðakirkja: Vortónleikar Kórs Egilsstaðakirkju kl. 17:00. Stjórnandi Sándor Kerekes. Mairi M. McCabe leikur á víólu og barnahljómsveit kirkjunnar spilar. Aðgangur ókeypis.
Posted on 13/05/2024, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd
Comments 0