Velkomin til messu í Egilsstaðakirkju kl. 8:00 á páskadagsmorgni! – Páskadagsmessum í Áskirkju, Seyðisfjarðarkirkju og Fossahlíð Seyðisfirði, Sleðbrjótskirkju og Þingmúlakirkju er aflýst vegna gulrar veðurviðvörunar. Páskamessunni í Eiðakirkju er frestað til 1. apríl (annars í páskum) kl. 13:00.
Hægt er að styrkja jólasjóðinn með því að leggja inn á reikning 0175-15-380606 kt. 530505-0570
en söfnunarreikningurinn er í nafni Safnaðarsamlags Egilsstaðaprestakalls.
Markmið Jólasjóðsins er að styrkja fjölskyldur og einstaklinga í Múlaþingi sem búa við þröngan kost og létta þannig undir fyrir jólahátíðina. Einnig er hægt að sækja um aukaúthlutun allt að tvisvar á ári utan desembermánaðar. Samstarfsaðilar i Múlaþingi eru Þjóðkirkjan, Rauði krossinn, Lions og Afl auk Félagsþjónustunnar. Til að sækja um í jólasjóðinn – smellið hér (rafræn umsókn á vef Múlaþings)
Á lífsleiðinni skiptast á skin og skúrir, gleði og sorgir. Við áföll og missi er gott að leita stuðnings og hlustunar. Prestar veita margs konar ráðgjöf og stuðning og er öllum frjálst að leita til þeirra. Ekki er greitt fyrir sálgæsluviðtöl.
Færðu inn athugasemd
Comments 0