Kynningarfundur vegna biskupskjörs

Kynningarfundur fyrir Austurlandsprófastsdæmi vegna kosningar til biskups Íslands fer fram í Egilsstaðakirkju á fimmtudag, 21. mars, og hefst kl. 17:00.

Þrjú eru í kjöri til biskups Íslands: sr. Elínborg Sturludóttir, prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, sr, Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur Lindakirkju í Kópavogi og sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur Grafarvogskirkju. Þau þrjú munu öll halda framsögur og sitja fyrir svörum á fundinum í Egilsstaðakirkju, sem er einn af átta kynningarfundum vítt og breitt um landið í aðdraganda biskupskjörsins. Til fundarins eru boðuð þau sem hafa kosningarétt í Austurlandsprófastsdæmi, sóknarnefndarfólk (aðal- og varamenn), kjörfulltrúar prestakallanna, prestar, djákni og kirkjuþingsfulltrúar í prófastsdæminu.

Fundinum verður streymt hér (á kosningavef þjóðkirkjunnar).

Posted on 20/03/2024, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd