Bænastund í hádeginu 1. mars

Fyrsta föstudag í mars hefur skapast sú hefð að ólíkar kirkjudeildir um allan heim sameinast á bænastund. Í ár er yfirskrift Bænadagsins „…..umberið og elskið hvert annað“ (Efesusbréfið 4.2) og hefur efni stundarinnar verið útbúið af kristnum konum í Landinu helga og Palestínu. Því verður miðjarðarhafsblær yfir Kirkjuselinu þann 1. mars.
Aðstæður í Landinu helga eru um þessar mundir ósegjanlega erfiðar í þeim stríðsátökum sem þar ríkja og bitna á þeim sem síst skildi. Hugur okkar og hjarta er með þeim sem líða og það viljum við undirstrika í þessari helgistund. Við fáum t.d. að heyra sögur kvenna sem lýsa aðstæðunum sem þær lifa við daglega.
Að lokinni helgistund verður boðið upp á léttar veitingar eins og þær finnast í eldhúsum við botn Miðjarðarhafs. Öllum er velkomið að leggja eitthvað á borðið.
Innilega velkomin öll í Kirkjuselið 1. mars kl. 12!
Posted on 28/02/2024, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0