Biblíuleshópur

Biblíuleshópur hefst á Egilsstöðum miðvikudaginn 14. febrúar (öskudag) og mun hittast vikulega fram yfir páska. Við ætlum að hittast í þessari lotu á föstunni og í páskavikunni, á miðvikudögum kl. 17:00-18:15 í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju. Sjá nánar dagskrá lestranna hér að neðan. Þemað verður að þessu sinni „Símon Pétur og Jesús“ þar sem við mætum Jesú með augum Péturs, með áherslu á að horfa til píslargöngu Krists og upprisunnar. Við speglum Pétur í okkar eigin lífi, mistökum, efasemdum, sigrum og gleði. Þannig getum við notað föstuna sem andlegan undirbúningstíma fyrir íhugun dymbilviku og fögnuð páskanna. Við lesum saman og ræðum um textann út frá tiltekinni aðferð og efni en stefnum á að brjóta stundina upp með því að horfa á brot úr þáttunum „The Chosen“. Þátttaka er að kostnaðarlausu og hægt að koma eitt skipti, nokkur eða öll eftir því sem hentar. Ekki þarf að skrá þátttöku – nóg að mæta.

Biblíuleshópur Egilsstöðum, lestrar á föstunni og í páskavikunni 2024

Samverur miðvikudaga kl. 17:00-18:15 í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju

Þema: Símon Pétur og Jesús

Dags.EfniTexti
14. feb.Fiskidrátturinn mikliLúkas 5.1-11
21. feb.Pétur gengur á vatniMatteus 14.22-34
28. feb.Símon verður kletturinnMatteus 16.13-23
6. marsMeistarinn sem þrællJóhannes 13.1-17
13. marsJesús tekinn höndumJóhannes 18.1-14
20. marsHiminn og jörð munu líða undir lokLúkas 22.31-33 & 54-62
27. marsDymbilvika, enginn biblíulestur – sækjum gjarnan helgihald dymbilviku og páska í kirkjunum 
3. aprílElskar þú mig?Jóhannes 21.15-19
Ath.Heimsókn frá færeyska hópnum er áætluð í byrjun apríl 

Posted on 13/02/2024, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd