Fimmtíu fermingarbörn á fræðslukvöldi

Í kvöld, þriðjudaginn 6. febrúar, verður risa viðburður í Egilsstaðakirkju, þegar öll fermingarbörn á Héraði koma saman ásamt foreldrum á fræðslukvöldi.
Á dagskrá er að hrista okkur saman í því fermingarverkefninu sem núna stendur sem hæst og stefnir á sjálfa ferminguna í vor og sumar.
Við förum í leiki, syngjum bestu sálmana, rifjum upp það helsta sem hefur verið á dagskrá í vetur og fræðumst um ferminguna og hvernig hún tengist skírninni og messunni!
Á þessari kvöldstund skapast einstakt tækifæri fyrir fjölskylduna að kynnast því sem fermingarkrakkarnir þeirra eru að fást við og til að njóta samveru í gefandi umhverfi.
Allir prestarnir plús Bella og Sándor verða með – og þau hlakka öll til!
Posted on 06/02/2024, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0