Sunnudagurinn 21. janúar

Helgihald 21. janúar, síðasta sunnudag eftir þrettánda:

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju kl. 10:30. Mikill söngur, saga, Rebbi og Mýsla mæta á svæðið, litastund og hressing að vanda. Umsjón hafa Elísa, Guðný, Ragnheiður, Þorgeir og Hlín Behrens við hljóðfærið. Athugið að sunnudagaskólinn hittist í Safnaðarheimilinu nú á vorönninni.

Guðsþjónusta á Dyngju kl. 17:00 (Hamar 3. hæð). Sr. Þorgeir Arason þjónar. Organisti: Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju syngur.

Kvöldmessa í Egilsstaðakirkju kl. 20:00.

Sr. Þorgeir Arason predikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju syngur og leiðir safnaðarsönginn. Meðhjálpari Íris D. Randversdóttir. Lesari María Ósk Kristmundsdóttir. Fermingarbörn aðstoða við helgihaldið. Kaffisopi í lokin. Verum öll velkomin!

Posted on 15/01/2024, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd