Aftansöngur á gamlársdagskvöldi

Þann 31. desember, sem er gamlársdagur, verður að venju aftansöngur með hátíðarsöngvum Bjarna Þorsteinssonar í Egilsstaðakirkju kl. 18. Kór Egilsstaðakirkju syngur undir stjórn Sándor Kerekes, sem leikur eitthvað tryllt hátíðlegt í eftirspil! Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.

Kenn oss að telja daga vora,
að vér megum öðlast viturt hjarta.
(Sálm 90.12)

Posted on 30/12/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd