Fyrsti sunnudagur í aðventu, 3. desember

3. desember er fyrsti sunnudagur í aðventu. Þann dag er fjölbreytt dagskrá í kirkjum Egilsstaðaprestakalls:

Egilsstaðakirkja: Aðventustund fjölskyldunnar kl. 10:30. Fyrsta aðventukertið tendrað, Barnakór Egilsstaðakirkju syngur og spilar á hljóðfæri, TTT-krakkar sjá um brúðuleikrit dagsins, við syngjum mikið saman og spjöllum um merkingu aðventunnar. Jólaföndur í lokin, djús og ávextir. Sr. Þorgeir Arason, Sándor Kerekes organisti og leiðtogar sunnudagaskólans sjá um stundina.

Seyðisfjarðarkirkja: Sunnudagaskólinn kl. 11:00. Fyrsta ljósið á aðventukransinum tendrað. Saga jólanna. Brúður og mikill söngur. Jólaföndur og hressing í safnaðarheimili eftir stundina.

Eiðakirkja: Aðventuhátíð Eiða- og Hjaltastaðarsókna kl. 16:00. Kór Eiðakirkju syngur, organisti og kórstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson. Barnakór Hjaltastaðarkirkju syngur undir stjórn Sigríðar Laufeyjar Sigurjónsdóttur. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir leiðir stundina. Anna Kristín Magnúsdóttir segir frá bernsku jólunum í Loðmundarfirði. Harpa Sif les jólaljóð. Fermingarbörn flytja ljósaþátt. Heitt súkkulaði og smákökur í gömlu setustofunni á Miðgarði (2.hæð) eftir stundina.

Sleðbrjótskirkja: Aðventukvöld Sleðbrjóts- og Kirkjubæjarsókna kl. 19:30. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna syngur undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar organista. Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar syngur einsöng. Ungmenni úr Brúarásskóla aðstoða við stundina og flytja kertaljósaþátt. Sr. Þorgeir Arason leiðir stundina og flytur hugvekju. Við kveikjum á fyrsta aðventukertinu og syngjum saman jólalögin. Kaffi og meðlæti í þjónustuhúsinu eftir stundina í boði Kvenfélagsins.

Posted on 01/12/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd