Gospelmessa 19. nóvember
Sunnudaginn 19. nóvember verður sunnudagaskólinn á sínum stað, í Egilsstaðakirkju kl. 10:30 og Seyðisfjarðarkirkju kl. 11:00.
Sama dag kl. 20:00 verður svo gospelmessa í Egilsstaðakirkju. Kór Egilsstaðakirkju mun leiða okkur í lofgjörð og léttri gospelsveiflu undir stjórn Sándors Kerekes við flygilinn, einnig heyrum við í einsöngvurum í kórnum. Prestur er Þorgeir Arason. Meðhjálpari Íris Randversdóttir. Kaffisopi að vanda í lokin. Verið velkomin!
Posted on 16/11/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd
Comments 0