Helgihald sunnudaginn 12. nóvember

Egilsstaðakirkja

Sunnudagaskólinn kl. 10:30 Biblíusaga, kirkjubrúður og mikill söngur.

Tónlistarmessa kl. 20:00.

Við höldum áfram góðu samstarfi við Hlín Pétursdóttur Behrens, söngkonu og söngkennara undir yfirskriftinni Tónlistarmessa, þar sem söngnemar hennar koma fram og syngja einsöng. Einsöngvarar að þessu sinni verða: Angelika Liebermeister, Eygló Daníelsdóttir, Guðsteinn Fannar Jóhannsson og Sigríður Þorvaldsdóttir .

Kór Egilsstaðakirkju leiðir almennan sálmasöng. Organisti Sándor Kerekes. Prestur Sigríður Rún Tryggvadóttir. Meðhjálpari Jónas Þór Jóhannsson.

Verið velkomin- kaffihressing í lok stundar.

Hjúkrunarheimilið Dyngja, Egilsstöðum:

Guðsþjónusta 12. nóvember kl. 17:00 á Hamri 3. hæð. Söngnemar koma fram og leiða sálmasöng. Prestur Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Sándor Kerekes.

SEYÐISFJARÐARKIRKJA

Minningarguðsþjónusta kl 11. Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina.   

 Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti og kórstjóri er Hlín Pétursdóttir Behrens.

Prestur sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson.

Sunnudagaskóli í safnaðarheimili á sama tíma. Umsjón hafa Ísold Gná Sigríðar Ingvadóttir og leiðtogaefni. Biblíusaga, kirkjubrúður og mikill söngur.  

Veitingar í safnaðarheimili að stundinni lokinni.   

Posted on 06/11/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd