Jól í skókassa
„Jól í skókassa“ er verkefni á vegum KFUM og KFUK á Íslandi. Markmiðið er að senda jólaglaðning til barns í Úkraínu sem býr við fátækt, sjúkdóma, hefur misst foreldri o.s.frv. Móttaka skókassa á Egilsstöðum verður að þessu sinni í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju laugardaginn 28. okt. kl. 10:00-14:00. Einnig má koma með skókassa í sunnudagaskólann í kirkjunni 29. okt. Leiðbeiningar um frágang á kössum:
•Veljið aldursflokk og kyn barnsins sem fær kassann.
•Pakkið inn í jólapappír/ skreytið skókassann fallega. Gætið þess að pakka loki kassans sérstaklega og loka honum svo með teygju. Í kassann skal setja a.m.k. einn hlut úr hverjum eftirtalinna flokka:
•Leikföng, t.d. litla bíla, bolta, dúkku, bangsa, jó-jó…
•Skóladót, t.d. penna, blýanta, yddara, strokleður, skrifbækur, liti, litabækur…
•Hreinlætisvörur. Óskað er eftir því að allir láti tannbursta, tannkrem og sápustykki í kassann sinn. Einnig má setja greiðu, þvottapoka eða hárskraut.
•Sælgæti, t.d. sleikjó, brjóstsykur, pez, tyggjó eða karamellur.
•Föt, t.d. húfu, vettlinga, sokka, trefil, bol eða peysu.
Posted on 23/10/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd
Comments 0