Sunnudagurinn 15. október
Helgina 13.-15. október fer Landsmót Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar fram á Egilsstöðum! Við eigum von á hátt í 200 unglingum og leiðtogum sem munu eiga góða samveru, gista í Egilsstaðaskóla og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá í bænum yfir helgina, t.d. helgistundum, sundlaugarpartýi, smiðjum, „Messy Church,“ hæfileikakeppni, balli og fleiru. Helgihald næsta sunnudags 15. okt. í Egilsstaðaprestakalli verður með óvenjulegu sniði vegna Landsmótsins:
Æskulýðsmessa í Egilsstaðakirkju kl. 10:30. Þetta er lokamessa Landsmóts en við erum öll velkomin að taka þátt meðan húsrúm leyfir. Prestar: Sigríður Rún Tryggvadóttir og Þorgeir Arason. Tónlistina leiða Sándor Kerekes og Ásmundur Máni Þorsteinsson. Lesarar verða úr hópi leiðtoga og sjálfboðaliða landsmóts.
Sunnudagaskóli í Kirkjuselinu í Fellabæ kl. 10:30 – já, sunnudagaskólinn ætlar að fara í heimsókn í Fellabæinn þennan sunnudag og þar verður góð stund fyrir börn á öllum aldri sem sr. Kristín Þórunn leiðir ásamt samstarfskonunum í sunnudagaskólanum. Svo er bara að sjá hvort Rebbi og Mýsla rata í Fellabæ!
Posted on 12/10/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd
Comments 0