Orgelkrakkahátíð á Austurlandi

Óviðjafnanlegt tækifæri gefst ungum tónlistarunnendum þegar ORGELKRAKKAHÁTÍÐ verður haldin í Egilsstaðakirkju laugardaginn 7. október og í Seyðisfjarðarkirkju 8. október. Þá heimsækja okkur þær Guðný Einarsdóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organistar með skemmtilega dagskrá!

SVONA VERÐUR DAGSKRÁIN Á LAUGARDEGINUM 7. OKTÓBER:

Fjölskyldutónleikar í Egilsstaðakirkju kl. 13. Orgeltónleikar fyrir alla fjölskylduna. Leikin verða frægustu orgelverk sögunnar ásamt þekktum lögum úr kvikmyndum og Eurovision slagarar.


Orgelkrakkavinnusmiðja í safnaðarheimili kl. 14 og kl. 15. Í orgelkrakkavinnusmiðju setja börn saman lítið pípuorgel frá grunni og leika á það í lok stundar. Einnig gefst tækifæri til að fá að prófa að spila á stóra orgelið í kirkjunni. Engrar hljóðfærakunnáttu er krafist til að taka þátt í stundinni. Skráning fer fram eftir tónleikana í kirkjunni.

SVONA VERÐUR DAGSKRÁIN Á SUNNUDEGINUM 8. OKTÓBER :


Lítil saga úr orgelhúsi í Seyðisfjarðarkirkju kl. 11:00.
Lítil saga úr orgelhúsi er fallegt tónlistarævintýri sem fjallar um orgelpípurnar sem búa í orgelhúsinu. Tónlistin er eftir Michael Jón Clarke og er hún spiluð á orgelið á meðan sögumaður segir söguna sem er eftir Guðnýju Einarsdóttur og sýnir myndir á skjá sem teiknaðar eru af Fanney Sizemore.


Orgelkrakkavinnusmiðja í safnaðarheimili kl. 12 og kl. 13. Í orgelkrakkavinnusmiðju setja börn saman lítið pípuorgel frá grunni og leika á það í lok stundar. Einnig gefst tækifæri til að fá að prófa að spila á stóra orgelið í kirkjunni. Engrar hljóðfærakunnáttu er krafist til að taka þátt í stundinni. Skráning fer fram eftir orgeltónleikana.


Ókeypis er á orgelhátíðina og allir eru velkomnir, stórir sem smáir!


Nánari upplýsingar á facebook.com/orgelkrakkar

Posted on 28/09/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd