Æskulýðsfélagið BÍBÍ mætir til leiks

Æskulýðsfélagið BÍBÍ hittist í safnaðarheimilinu okkar (Hörgsási 4) á hverju fimmtudagskvöldi kl. 20.
Félagið er fyrir 13-16 ára krakka (8.-10. bekkur) og heldur uppi fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá við allra hæfi. Umsjónarfólkið er Bella, Unnar og Hólmfríður og þau eru ÆÐISLEG (við höfum vottorð upp á það).
Fyrsta stóra verkefnið okkar í ár er að taka á móti LANDSMÓTI ÆSKULÝÐSFÉLAGA KIRKJUNNAR – en dagana 13.-15. október koma krakkar frá ÖLLU LANDINU til Egilsstaða og eiga frábæra dagskrá. Hér eru allar upplýsingar um Landsmótið.
Við viljum að sjálfsögðu fá góða þátttöku frá HEIMAFÓLKI og krökkunum okkar í BÍBÍ á Landsmótið. Til þess að fá að vera þátttakandi á Landsmóti þarf að vera félagi í BÍBÍ og hafa mætt á fundina þeirra. Nú er lag, að mæta á næsta fund (sem er fimmtudagurinn 21. september) og byrja að hlakka til Landsmóts!
Posted on 20/09/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0