Guðsþjónusta og kynningarfundur í Kirkjuselinu

Sunnudaginn 3. september verður guðsþjónusta og kynningarfundur fyrir fermingarbörn og aðstandendur þeirra í Kirkjuselinu í Fellabæ, kl. 18.
Sr. Kristín Þórunn þjónar og Drífa Sigurðardóttir leiðir kór Áskirkju og söfnuðinn í söng. Eftir stundina verður kynningarfundur um fermingarstarfið í vetur og því er mikilvægt að þau sem vilja fermast í vor í Áskirkju – eða öðrum kirkjum á Héraðinu okkar – komi og taki þátt.
Fræðslan byrjar mánudaginn 4. september, kl. 14.15 – eða strax eftir að kennslu í Fellaskóla lýkur. Það þarf að skrá fermingarbörnin rafrænt í fræðsluna og allar upplýsingar um það má finna hér.
Posted on 29/08/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0