Upphaf fermingarstarfanna 2023-2024

Upphaf fermingarstarfsins í Egilsstaðaprestakalli á komandi vetri verður með guðsþjónustu og kynningarfundi fyrir væntanleg fermingarbörn og foreldra/forráðamenn (veljið annan hvorn tímann):

  • í Egilsstaðakirkju, sunnudaginn 27. ágúst kl. 20:00
  • í Kirkjuselinu Fellabæ, sunnudaginn 3. september kl. 18:00

Umsjón með starfinu hafa prestarnir Kristín Þórunn, Sigríður Rún og Þorgeir. Hægt er að sækja fermingarfræðslu annað hvort í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju eða í Kirkjuselinu í Fellabæ.

Í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar er lögð áhersla á góða samveru, helgihald kirkjunnar og að kynna og upplifa sögur Biblíunnar, boðskap Jesú og kristna siðfræði.

Tímasetning fræðslunnar í vetur (veljið einn hóp):

a) Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju (Hörgsás 4): þriðjudaga kl. 15:45-16:45 (10x/önn)

b) Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju (Hörgsás 4): miðvikudaga kl. 7:55-8:40 (12x/önn)

c) Kirkjuselið Fellabæ (sambyggt íþróttahúsinu): mánudaga kl. 14:15-15:15 (10x/önn)

Fermingarfræðslutímarnir byrja svo 4. september.

17.-19. september verður fermingarnámskeið (fermingarbúðir) í Kirkjumiðstöð Austurlands að Eiðum, þar sem við gistum tvær nætur og tökum þátt í fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá.

Nánari áætlun og upplýsingar um starfið í vetur verða kynntar á fundunum 27. ágúst / 3. september og á vefnum egilsstadakirkja.is / egilsstadaprestakall.is

Hægt verður að velja um eftirfarandi fermingardaga vorið 2024:

Áskirkja í Fellum: 19. maí (hvítasunnudagur) og 2. júní (sjómannadagurinn) 2024 kl. 11:00

Egilsstaðakirkja: 28. mars (skírdagur) og 19. maí (hvítasunnudagur) 2024 kl. 10:30

Aðrar kirkjur: Eftir samkomulagi við prest.

Fermingarfræðslugjald er kr. 23.388 (greitt í vor).

Kostnaður við fermingarbúðir á Eiðum (fæði og gisting í tvær nætur) – tilkynnt fljótlega.

Vinsamlega komið með litla möppu (t.d. teygjumöppu eða plastvasa) í fyrsta tímann, ekki þarf að kaupa nein önnur námsgögn.

Ef þið fjölskyldan viljið taka þátt í fræðslunni og ferma barnið ykkar þarf að skrá það rafrænt. Allar upplýsingar hjá prestunum.

Posted on 21/08/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd