Sumarmessa í Eiríksstaðakirkju 25. júní
Frá sóknarnefnd Eiríksstaðakirkju:
Sumarmessan í Eiríksstaðakirkju verður að þessu sinni sunnudaginn 25. júní kl. 14:00. Prestur Sigríður Rún Tryggvadóttir, organisti Jón Ólafur Sigurðsson, forsöngvari Auður Jónsdóttir. Nýtt kirkjuorgel verður vígt og eru kirkjugestir beðnir að taka vel undir í sálmasöngnum.
Eiríksstaðakirkja er á Efra-Jökuldal, í rúmlega klukkustundar aksturs fjarlægð frá Egilsstöðum en fremur skammt frá hinum vinsæla ferðamannastað, Stuðlagili. Lesa má nánar um kirkjuna hér.
Posted on 22/06/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd
Comments 0