Tónlistarstund 14. júní
Miðvikudagskvöldið 14. júní kl. 20:00 verða tónleikar í Egilsstaðakirkju. Þar koma fram hjónin Sándor Kerekes organisti kirkjunnar og Vírag Kerekesne Meszöly, óbóleikari, ásamt dætrum sínum Kamillu og Boróku Kerekes sem leika á horn og selló.
Tónleikarnir eru hluti af sumartónleikaröðinni Tónlistarstundir sem Torvald Gjerde, fyrrverandi organisti kirkjunnar, hefur sem fyrr veg og vanda af. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Tónlistarstundir njóta stuðnings frá Uppbyggingarsjóði Austurlands, Múlaþingi, Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju.
Posted on 13/06/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd
Comments 0