Kyrrðarbæn (Centering prayer)

Kyrrðarbæn (Centering prayer)

Kyrrðarbæn (centering prayer) verður í vetur á fimmtudögum kl. 17:00 í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4, (ath. ekki í kirkjunni heldur við altarið í Safnaðarheimilinu)

Opið hús frá kl. 16:30, þar sem hægt er að fá sér te-/kaffisopa, spjalla saman og jafnvel lesa saman eitthvert efni um Kyrrðarbæn. Bænastundin sjálf hefst svo kl. 17:00 með stuttri innleiðingu og 20 mín. íhugun. Óskum við þess að þeir sem ætla að taka þátt séu komnir inn fyrir kl. 17:00 svo að kyrrðin sé óröskuð.

Dagmar Ósk Atladóttir mun leiða þessar stundir ásamt sóknarpresti í vetur. Þátttaka er að vanda öllum heimil, ókeypis og frjáls.

Á vefnum kristinihugun.is má finna nánari upplýsingar um Kyrrðarbæn.

%d bloggurum líkar þetta: