Aðventa og jól 2020
Í ár njótum við helgihalds á aðventu og jólum heima í stofu. Vegna samkomutakmarkana verður ekkert hefðbundið helgihald í kirkjum landsins en ýmis konar efni er að finna á heimasíðum kirkna.
Í Egilsstaðaprestakalli höfum við tekið upp helgistundir fyrir hvern sunnudag aðventunnar. Þá verður aftansöngur á aðfangadag frá Egilsstaðakirkju og hátíðarguðsþjónusta á gamlársdag frá Bakkagerðiskirkju, sett hér inn.
Jóladagatal Austurlandsprófastsdæmis inniheldur stutta aðventumola fyrir hvern dag fram að jólum, hugleiðingar, tónlist og söng.
Þriðji sunnudagur í aðventu – frá Valþjófsstaðarkirkju
Annar sunnudagur í aðventu – frá Egilsstaðakirkju
Fyrsti sunnudagur í aðventu – frá Hjaltastaðarkirkju