Helgihald á aðventu og jólum 2017

Myndaniðurstaða fyrir aðventa
Aðventa og jól í Egilsstaðaprestakalli 2017

 1. nóvember, fimmtudagur:

Kirkjuselið í Fellabæ: „Að komast af þrátt fyrir jólin“ – samvera kl. 20:00. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson fjallar um sorgina og jólin.

 1. desember, fyrsti sunnudagur í aðventu:

Egilsstaðakirkja: Fjölskyldumessa kl. 10:30. Barnakór Egilsstaðakirkju syngur undir stjórn Torvalds Gjerde. sr. Þorgeir Arason leiðir stundina.

Seyðisfjarðarkirkja: Hátíðarunnudagaskóli kl. 11:00. Saga jólanna, jólamyndband með Hafdísi og Klemma og Vaka og Rebbi. Eftir stundina fáum við heitt kakó og málum piparkökur í safnaðarheimilinu.

Hjaltastaðarkirkja: Aðventuhátíð Eiða- og Hjaltastaðarsókna kl. 16:00. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Anna Þórhallsdóttir flytur hugleiðingu. Prestur sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Súkkulaði og smákökur í Hjaltalundi að hátíð lokinni.

 1. desember, miðvikudagur:

Kirkjuselið í Fellabæ: Aðventukvöld Ássóknar kl. 20:00. Kór Áskirkju syngur ásamt barnakór, stjórnandi Drífa Sigurðardóttir, helgileikur í umsjá barna úr TTT. Sigrún Jóna Hauksdóttir flytur hugleiðingu, fermingarbörn aðstoða við stundina. prestur sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Kaffi og smákökur á eftir.

 1. desember, fimmtudagur:

Kirkjubæjarkirkja: Aðventukvöld Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna kl. 20:00. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna syngur og leiðir almennan söng, organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Angelika Liebermeister syngur einsöng. Jólaminning og hugleiðing. Prestur sr. Þorgeir Arason.

 1. desember, laugardagur:

Vallaneskirkja: Aðventuhátíð Vallanes- og Þingmúlasókna kl. 15:00. Kór Vallanes- og Þingmúlakirkna syngur og leiðir almennan söng, orgagnisti Torvald Gjerde. Ragnhildur Elín Skúladóttir, Soffía Mjöll Sæmundsdóttir og Sara Lind Sæmundsdóttir flytja nokkur lög. Jóhanna Hafliðadóttir verður með upplestur. Sr. Þorgeir Arason leiðir stundina.

 1. desember, annar sunnudagur í aðventu:

Egilsstaðakirkja: Sunnudagaskóli kl. 10:30 (síðasti fyrir jól) –  Heitt súkkulaði og piparkökur eftir sunnudagaskólann.
Aðventuhátíð kl. 18:00.
Barnakór kirkjunnar, Stúlknakórinn Liljurnar og Kirkjukórinn syngja og lofa hátíðlegum og fallegum tónum. Stjórnendur eru Torvald Gjerde og Margrét Lára Þórarinsdóttir.
Rúnar Snær Reynisson fréttamaður sér um jólalegan upplestur og sr. Erla Björk Jónsdóttir héraðsprestur á Austurlandi flytur hugvekju kvöldsins.
Að vanda hefst stundin á því að kveikt verður á ljósunum á jólatrénu við kirkjuna og endar á ljósaþætti fermingarbarna þar sem allir viðstaddir kveikja á kertum sínum og sameinast í söng.
Minnum á að sama dag kl. 10:30 er síðasti sunnudagaskólinn fyrir jól.

Seyðisfjarðarkirkja:  Aðventuhátíð kl. 17:00. Kirkjukórinn verður þar í stóru hlutverki og flytur okkur falleg jóla- og aðventulög. Organisti og kórstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson og fermingarbörnin sjá um ljósaþátt. Svandis Egilsdottir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla verður með jólahugleiðingu.

Valþjófsstaðarkirkja: Aðventuhátíð kl. 20:30. Arna Björg Bjarnadóttir flytur hugleiðingu, kór Valþjófsstaðarkirkju syngur og leiðir almennan söng, organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Angelika Liebermeister syngur einsöng. Prestur sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Aðventukaffi á gamla prestsetrinu að Valþjófsstað 1.

 1. desember, mánudagur:

Bakkagerðiskirkja: Aðventukvöld kl. 20:00. Bakkasystur syngja og leiða almennan söng, organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Tinna Jóhanna Magnúsdóttir flytur erindi. Prestur sr. Þorgeir Arason.

 1. desember, þriðji sunnudagur í aðventu:

Egilsstaðakirkja: Helgistund með altarisgöngu kl. 20:00

 1. desember, Þorláksmessa:

Seyðisfjarðarkirkja: Friðarganga kl. 16:30.

Egilsstaðakirkja: Jólatónar – organisti og gestir leika kl. 22:00-23:00, hægt að koma og fara að vild

 1. desember, aðfangadagur jóla:

Egilsstaðakirkja: Jólastund barnanna kl. 14:00 – Aftansöngur kl. 18:00 – Náttsöngur kl. 23:00

Seyðisfjarðarkirkja: Aftansöngur kl. 18:00

Eiðakirkja: Náttsöngur kl. 23:00

Kirkjuselið í Fellabæ: Helgistund kl. 23:00

 1. desember, jóladagur:

Áskirkja í Fellum: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Seyðisfjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 – Sjúkrahús Seyðisfjarðar kl. 15:00

Þingmúlakirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 (sameiginleg fyrir Vallanes- og Þingmúlasóknir)

Sleðbrjótskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

 1. desember, annar í jólum:

Egilsstaðakirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14:00 – Hjúkrunarheimilið Dyngja kl. 15:00

Hjaltastaðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Hofteigskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

 1. desember, laugardagur:

Valþjófsstaðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

 1. desember, gamlársdagur:

Egilsstaðakirkja: Aftansöngur kl. 16:00

 1. janúar, nýársdagur:

Bakkagerðiskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

 1. janúar, föstudagur:

Egilsstaðakirkja: Jólatónleikar kirkjunnar kl. 20:00

 

%d bloggurum líkar þetta: